Grikkir reyna að mynda þjóðstjórn um björgunina 4. nóvember 2011 07:30 Forsætisráðherra Grikklands mætir til ríkisstjórnarfundar í gær, sem varð einn sviptingasamasti dagurinn í stjórnartíð hans.nordicphotos/AFP Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira