Björgvin Páll: Feginn að losna við aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2011 08:00 Björgvin Páll Gústavsson er á sínu fyrsta tímabili með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Bongarts Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira