Hvað kostar velferðartryggingin? Jón Þór Ólafsson skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun