

Hvað kostar velferðartryggingin?
Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði:
1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna.
2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum.
3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt.
4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt.
5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara.
6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun.
Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara:
1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar.
2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum.
3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf.
Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup.
Skoðun

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar