Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Ingimundur Ingimundarson hefur tekið af sér nokkur kíló að undanförnu. Fréttablaðið/Anton Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira