Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun