Að falla í kynjagryfjur eða ekki 10. nóvember 2011 06:00 Fjarvera íslenskra karlmanna á vettvangi jafnréttismála er alvarlegur vandi. Þeir eru velkomnir en mæta ekki og tjá sig sjaldan. Það er líkt og þeim finnist betra að þegja en verða aðhlátursefni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lista- og fréttamaður og Fréttablaðið gerðu tilraun til að breyta þessu með Öðlingsátakinu 2011. Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís E. Jóhannsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir hafa nú birt greinina Öðlingurinn 2011: Bergmál kynjakerfis eða persónulegur ávinningur jafnréttis? sem flutt var sem erindi í Þjóðarspegli 28. október 2011. Þær fjalla um vitundarvakninguna Öðlingurinn sem Þórdís Elva stóð fyrir. Átakið beinist gegn kynjamisrétti og birtist í 31 pistli í Fréttablaðinu eða visi.is. Pistlahöfundar voru valdir af Þórdísi Elvu og voru allir af kyni karla en markmiðið var að lokka karlpeninginn út á ritvöllinn með 300 orða hugleiðingum. Höfundarnir höfðu ekkert samráð sín á milli um efni og eða efnistök. Menntun þeirra á sviði jafnréttismála er óljós enda þarf ekki próf til að tjá sig. Fréttablaðið og visir.is hafa staðfest feikilegan góðan lestur, t.d. voru þeir lesnir 220 þúsundum sinnum á vefnum. Þeir vöktu víða umræðu og ritstjórar Fréttablaðsins notuðu þá í leiðaraskrifum. Tvær spurningar eru lagðar fram í grein Ástu Jóhannsdóttur og fleiri um Öðlingsátakið: Er átakið líklegt til að stuðla að jafnrétti kynjanna? Hrekur herferðin eða festir hún í sessi og viðheldur staðalmyndum, þrástefjum og mýtum um kynin? Sennilega eru þetta of stórar og viðamiklar rannsóknarspurningar fyrir eitt lítið átak á þorra 2011 með þrjátíu körlum á öllum aldri. Ég gæti aftur á móti sett fram þá tilgátu að ef allar þær umræður sem pistlarnir vöktu á vinnustöðum og í heimahúsum hefðu verið skráðar og greindar að þá hefði ef til vill mátt finna svar við fyrri spurningunni. Svarið við seinni spurningunni er sennilega að sumir pistlahöfundar falli í kynjagryfjur eins og títt er en öðrum hafi tekist að feta veginn án þess að falla og jafnvel að benda á eitthvað áhugavert. Tilraunin var þó framkvæmdarinnar virði og hún hefur skapað umræðu og umhugsun. Ég býst við að átakið í heild sé liður í því að bæta samfélagið fyrir alla. Voru öðlingarnir nógu góðir? Vitundarvakningin Öðlingurinn 2011 var tilraun til að opna umræðu eins og Ásta Jóhannsdóttir og fleiri koma þó auga á. Pistlarnir áttu að vera stutt hugleiðing skrifuð á mannamáli út frá þeim sjónarhóli sem hver karl er staddur á eða hefur valið sér. Þetta töldu höfundar greinarinnar í Þjóðarspegli ekki nógu gott, og vonast eftir betri öðlingum á næsta ári sem láti sig málin varða á annan hátt, séu tilbúnir að skrifa inn í fræðiramma og vilji „styðja jafnréttisbaráttuna; afsala sér forréttindum kynjakerfisins og njóta persónulegs ávinnings raunverulegs jafnréttis“. (bls. 22). Næstu öðlingar eiga, samkvæmt greinarhöfundum, jafnframt að gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og styrkleikum og hverju þeir telja sig mögulega tapa við það að raunverulegu jafnrétti kynjanna sé ekki náð. Ásamt því að byggja á betri innsýn og fræðilegri þekkingu við skrifin. Þá virðist sem Ásta Jóhannsdóttir og fleiri vilji að næstu Öðlingskarlar nefni hvort þeir séu feministar eða ekki. Einnig virðast þær reiðubúnar að skammta þeim efnisflokka til að skrifa út frá. Draumapistlahöfundar þeirra eru með öðrum orðum menntaðir feministar sem skrifa helst um jafnrétti á heimili og ábyrgð á börnum (22). Hvar eru karlarnir? Ég hef tekið þátt í jafnréttisumræðunni í meira en tíu ár með greinarskrifum og erindum og með því að mennta mig á þessu sviði. Karlar hafa verið fáséðir á þessum vettvangi, oft teljandi á fingrum annarrar handar. Enda spurði Vigdís Finnbogadóttir á 30 ára afmæli norræns samstarfs í jafnréttismálum þegar hún leit yfir ráðstefnusalinn: Hvar eru karlarnir? Ástæðan var sú að karlar mæta skelfilega illa á fundi, ráðstefnur og málþing um jafnréttismál. Þeir virðast iðulega hafa öðrum hnöppum að hneppa, og bindum að hnýta. Brýnt verkefni er því að fjölga körlum í umræðunni og það tókst Þórdísi Elvu með þessu átaki. Henni tókst einnig að fá stærsta dagblað landsins, Fréttablaðið, til að taka þátt í því af fullri alvöru. Þetta er afrek að mínu mati. Þurfa karlar að vera öðlingar til að taka þátt í umræðunni? Bæði konur og karlar geta verið öðlingar og nafnið var valið út frá orðum þekktrar kvenréttindakonu um að hver og einn ætti að finna öðlinginn í sjálfum sér. Ég tel því óþarfi að hæðast að því að karlarnir skrifi undir þessu nafni. Heitið hefði einnig getað verið Fíflið eða Karlpungurinn. Jafnréttismálin harður bransi Öðlingurinn 2011 var vitundarvakning sem fólst í því að heyra sjónarhorn nokkurra karla. Ég held að markmiðið hafi einnig verið að kanna hvort karlar sem lesa aldrei neitt um jafnréttismál myndu ef til vill lesa þetta og síðan meira og fleira eftir bæði kynin og taka loks þátt í umræðunni. Ekki er vanþörf á. Fjarvera karla úr jafnréttisumræðunni er mikill vandi að mínu mati. Hún hægir á henni, vinnur gegn henni og eykur líkur á bakslagi. Báturinn kemst ekki í höfn ef aðeins er róið öðru megin heldur snýst í hringi og rekst með hafstraumum. Markmiðið er því að ýta körlum úr vör svo hið karllæga líkingarmál úr sjómennskunni sé notað. Enn er óljóst hvernig þeim reiðir af í brimsköflunum. Jafnréttismálin eru harður bransi en það eru ekki einungis konur sem fá gagnrýni og eru stimplaðar fyrir að taka þátt í jafnréttisumræðunni heldur einnig karlar. Þær eru ekki tussur og þeir öðlingar. Sumir þeirra sem skrifuðu pistlana voru uppnefndir af öðrum körlum og grín gert að þeim. Það var örugglega góður lærdómur fyrir þá og veitti þeim góða innsýn. Óþarfi er að vorkenna þeim, en það er ekki rétt túlkun að halda því fram að þeir hljóti heiður með með að taka þátt en konur bara skammir. Feðraveldið veitir hvorki konum né körlum prik fyrir þátttöku í jafnréttismálum, engan plús. Það eru heldur ekki aðeins karlar sem verða sekir um að festa staðalímyndir í sessi og að taka undir mýtur í umræðunni. Ég tek til varna fyrir átakið, það var áhugavert og margt gott að finna í pistlunum, einnig gefa þeir sýn á stöðuna eins og Ásta Jóhannsdóttir og fleiri benda á. Ég tók þátt í átakinu og skrifaði pistilinn Karlvæðing þjóðareigna sem fjallar um kynbundið misrétti gagnvart völdum og peningum í íslensku samfélagi. Pistillinn fjallar um útilokun kvenna frá völdum og þá staðreynd að í fimmtán ár sátu einungis sérvaldir karlar í framkvæmdanefnd um einkavæðingu sem meðal annars sá um sölu bankanna. Þar stendur meðal annars: Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun (Fréttablaðið, 21. janúar 2011). Niðurstaða Rannsóknarspurningar Ástu Jóhannsdóttir og fleiri henta ekki þessari vitundarvakningu. Auðvitað má sundurgreina þessa pistla, flokka efni þeirra og vega þá og meta. Einnig er leyfilegt að gera grín að þeim og hæðast að getu karla til að taka þátt í umræðunni og auðvitað er það freistandi. Aftur á móti er það ekki beint vænlegt til vinnings og þeim fjölgar ekki á vettvangi jafnréttismála. Ég tel að Ásta Jóhannsdóttir og fleiri sníði pistlahöfundum ekki stakk eftir vexti og að fyrir þeim fari líkt og óánægðum gagnrýnanda sem vill að höfundurinn skrifi eftir allt öðru höfði en hans eigin. Það fer greinilega eins fyrir mér og fyrir þeim. Ég hefði ef til vill viljað að þær hefðu skrifað aðra grein með öðrum rannsóknarspurningum. Ástæðan er sú að spurningarnar falla ekki vel að forsendu þessarar vitundarvakningar og markmiði: að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna, að ýta úr vör. Allir ættu að vita að jafnréttismálin eru aldalöng barátta sem lýkur aldrei, vonandi skila flest jafnréttisverkefni sínu lóði á vogarskálina. Öðlingurinn 2011 hafði að mínu mati þrennt sem getur haft gildi, átakið var hvatning og æfing fyrir marga karla til að skrifa um jafnréttismál, víðlesið dagblað og vefmiðill gaf því rými og umræðan í samfélaginu varð víðtæk. Til að svara rannsóknarspurningum Ástu Jóhannsdóttur og fleiri þarf að mínu mati víðtækari rannsókn og greiningu heldur en að þema- og orðræðugreina pistlana sjálfa. Heimildir: http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/1/Stjornmalafraedideild.pdf http://www.ismennt.is/not/ingo/Odl-8mars.htm http://www.hugras.is/2011/04/tussan“/ http://visir.is/karlvaeding-thjodareigna/article/2011355301554 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjarvera íslenskra karlmanna á vettvangi jafnréttismála er alvarlegur vandi. Þeir eru velkomnir en mæta ekki og tjá sig sjaldan. Það er líkt og þeim finnist betra að þegja en verða aðhlátursefni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lista- og fréttamaður og Fréttablaðið gerðu tilraun til að breyta þessu með Öðlingsátakinu 2011. Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís E. Jóhannsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir hafa nú birt greinina Öðlingurinn 2011: Bergmál kynjakerfis eða persónulegur ávinningur jafnréttis? sem flutt var sem erindi í Þjóðarspegli 28. október 2011. Þær fjalla um vitundarvakninguna Öðlingurinn sem Þórdís Elva stóð fyrir. Átakið beinist gegn kynjamisrétti og birtist í 31 pistli í Fréttablaðinu eða visi.is. Pistlahöfundar voru valdir af Þórdísi Elvu og voru allir af kyni karla en markmiðið var að lokka karlpeninginn út á ritvöllinn með 300 orða hugleiðingum. Höfundarnir höfðu ekkert samráð sín á milli um efni og eða efnistök. Menntun þeirra á sviði jafnréttismála er óljós enda þarf ekki próf til að tjá sig. Fréttablaðið og visir.is hafa staðfest feikilegan góðan lestur, t.d. voru þeir lesnir 220 þúsundum sinnum á vefnum. Þeir vöktu víða umræðu og ritstjórar Fréttablaðsins notuðu þá í leiðaraskrifum. Tvær spurningar eru lagðar fram í grein Ástu Jóhannsdóttur og fleiri um Öðlingsátakið: Er átakið líklegt til að stuðla að jafnrétti kynjanna? Hrekur herferðin eða festir hún í sessi og viðheldur staðalmyndum, þrástefjum og mýtum um kynin? Sennilega eru þetta of stórar og viðamiklar rannsóknarspurningar fyrir eitt lítið átak á þorra 2011 með þrjátíu körlum á öllum aldri. Ég gæti aftur á móti sett fram þá tilgátu að ef allar þær umræður sem pistlarnir vöktu á vinnustöðum og í heimahúsum hefðu verið skráðar og greindar að þá hefði ef til vill mátt finna svar við fyrri spurningunni. Svarið við seinni spurningunni er sennilega að sumir pistlahöfundar falli í kynjagryfjur eins og títt er en öðrum hafi tekist að feta veginn án þess að falla og jafnvel að benda á eitthvað áhugavert. Tilraunin var þó framkvæmdarinnar virði og hún hefur skapað umræðu og umhugsun. Ég býst við að átakið í heild sé liður í því að bæta samfélagið fyrir alla. Voru öðlingarnir nógu góðir? Vitundarvakningin Öðlingurinn 2011 var tilraun til að opna umræðu eins og Ásta Jóhannsdóttir og fleiri koma þó auga á. Pistlarnir áttu að vera stutt hugleiðing skrifuð á mannamáli út frá þeim sjónarhóli sem hver karl er staddur á eða hefur valið sér. Þetta töldu höfundar greinarinnar í Þjóðarspegli ekki nógu gott, og vonast eftir betri öðlingum á næsta ári sem láti sig málin varða á annan hátt, séu tilbúnir að skrifa inn í fræðiramma og vilji „styðja jafnréttisbaráttuna; afsala sér forréttindum kynjakerfisins og njóta persónulegs ávinnings raunverulegs jafnréttis“. (bls. 22). Næstu öðlingar eiga, samkvæmt greinarhöfundum, jafnframt að gera sér grein fyrir eigin takmörkunum og styrkleikum og hverju þeir telja sig mögulega tapa við það að raunverulegu jafnrétti kynjanna sé ekki náð. Ásamt því að byggja á betri innsýn og fræðilegri þekkingu við skrifin. Þá virðist sem Ásta Jóhannsdóttir og fleiri vilji að næstu Öðlingskarlar nefni hvort þeir séu feministar eða ekki. Einnig virðast þær reiðubúnar að skammta þeim efnisflokka til að skrifa út frá. Draumapistlahöfundar þeirra eru með öðrum orðum menntaðir feministar sem skrifa helst um jafnrétti á heimili og ábyrgð á börnum (22). Hvar eru karlarnir? Ég hef tekið þátt í jafnréttisumræðunni í meira en tíu ár með greinarskrifum og erindum og með því að mennta mig á þessu sviði. Karlar hafa verið fáséðir á þessum vettvangi, oft teljandi á fingrum annarrar handar. Enda spurði Vigdís Finnbogadóttir á 30 ára afmæli norræns samstarfs í jafnréttismálum þegar hún leit yfir ráðstefnusalinn: Hvar eru karlarnir? Ástæðan var sú að karlar mæta skelfilega illa á fundi, ráðstefnur og málþing um jafnréttismál. Þeir virðast iðulega hafa öðrum hnöppum að hneppa, og bindum að hnýta. Brýnt verkefni er því að fjölga körlum í umræðunni og það tókst Þórdísi Elvu með þessu átaki. Henni tókst einnig að fá stærsta dagblað landsins, Fréttablaðið, til að taka þátt í því af fullri alvöru. Þetta er afrek að mínu mati. Þurfa karlar að vera öðlingar til að taka þátt í umræðunni? Bæði konur og karlar geta verið öðlingar og nafnið var valið út frá orðum þekktrar kvenréttindakonu um að hver og einn ætti að finna öðlinginn í sjálfum sér. Ég tel því óþarfi að hæðast að því að karlarnir skrifi undir þessu nafni. Heitið hefði einnig getað verið Fíflið eða Karlpungurinn. Jafnréttismálin harður bransi Öðlingurinn 2011 var vitundarvakning sem fólst í því að heyra sjónarhorn nokkurra karla. Ég held að markmiðið hafi einnig verið að kanna hvort karlar sem lesa aldrei neitt um jafnréttismál myndu ef til vill lesa þetta og síðan meira og fleira eftir bæði kynin og taka loks þátt í umræðunni. Ekki er vanþörf á. Fjarvera karla úr jafnréttisumræðunni er mikill vandi að mínu mati. Hún hægir á henni, vinnur gegn henni og eykur líkur á bakslagi. Báturinn kemst ekki í höfn ef aðeins er róið öðru megin heldur snýst í hringi og rekst með hafstraumum. Markmiðið er því að ýta körlum úr vör svo hið karllæga líkingarmál úr sjómennskunni sé notað. Enn er óljóst hvernig þeim reiðir af í brimsköflunum. Jafnréttismálin eru harður bransi en það eru ekki einungis konur sem fá gagnrýni og eru stimplaðar fyrir að taka þátt í jafnréttisumræðunni heldur einnig karlar. Þær eru ekki tussur og þeir öðlingar. Sumir þeirra sem skrifuðu pistlana voru uppnefndir af öðrum körlum og grín gert að þeim. Það var örugglega góður lærdómur fyrir þá og veitti þeim góða innsýn. Óþarfi er að vorkenna þeim, en það er ekki rétt túlkun að halda því fram að þeir hljóti heiður með með að taka þátt en konur bara skammir. Feðraveldið veitir hvorki konum né körlum prik fyrir þátttöku í jafnréttismálum, engan plús. Það eru heldur ekki aðeins karlar sem verða sekir um að festa staðalímyndir í sessi og að taka undir mýtur í umræðunni. Ég tek til varna fyrir átakið, það var áhugavert og margt gott að finna í pistlunum, einnig gefa þeir sýn á stöðuna eins og Ásta Jóhannsdóttir og fleiri benda á. Ég tók þátt í átakinu og skrifaði pistilinn Karlvæðing þjóðareigna sem fjallar um kynbundið misrétti gagnvart völdum og peningum í íslensku samfélagi. Pistillinn fjallar um útilokun kvenna frá völdum og þá staðreynd að í fimmtán ár sátu einungis sérvaldir karlar í framkvæmdanefnd um einkavæðingu sem meðal annars sá um sölu bankanna. Þar stendur meðal annars: Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun (Fréttablaðið, 21. janúar 2011). Niðurstaða Rannsóknarspurningar Ástu Jóhannsdóttir og fleiri henta ekki þessari vitundarvakningu. Auðvitað má sundurgreina þessa pistla, flokka efni þeirra og vega þá og meta. Einnig er leyfilegt að gera grín að þeim og hæðast að getu karla til að taka þátt í umræðunni og auðvitað er það freistandi. Aftur á móti er það ekki beint vænlegt til vinnings og þeim fjölgar ekki á vettvangi jafnréttismála. Ég tel að Ásta Jóhannsdóttir og fleiri sníði pistlahöfundum ekki stakk eftir vexti og að fyrir þeim fari líkt og óánægðum gagnrýnanda sem vill að höfundurinn skrifi eftir allt öðru höfði en hans eigin. Það fer greinilega eins fyrir mér og fyrir þeim. Ég hefði ef til vill viljað að þær hefðu skrifað aðra grein með öðrum rannsóknarspurningum. Ástæðan er sú að spurningarnar falla ekki vel að forsendu þessarar vitundarvakningar og markmiði: að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna, að ýta úr vör. Allir ættu að vita að jafnréttismálin eru aldalöng barátta sem lýkur aldrei, vonandi skila flest jafnréttisverkefni sínu lóði á vogarskálina. Öðlingurinn 2011 hafði að mínu mati þrennt sem getur haft gildi, átakið var hvatning og æfing fyrir marga karla til að skrifa um jafnréttismál, víðlesið dagblað og vefmiðill gaf því rými og umræðan í samfélaginu varð víðtæk. Til að svara rannsóknarspurningum Ástu Jóhannsdóttur og fleiri þarf að mínu mati víðtækari rannsókn og greiningu heldur en að þema- og orðræðugreina pistlana sjálfa. Heimildir: http://skemman.is/stream/get/1946/10251/25562/1/Stjornmalafraedideild.pdf http://www.ismennt.is/not/ingo/Odl-8mars.htm http://www.hugras.is/2011/04/tussan“/ http://visir.is/karlvaeding-thjodareigna/article/2011355301554
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun