Hætti við að lóga Randver 11. nóvember 2011 11:00 Jens Pétur ásamt Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. Til stóð að lóga honum en Jens ákvað að fresta því þar sem Randver mun leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Fréttablaðið/Valli „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira