Skemmtilegri leikskólar? Líf Magneudótir skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir. Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim. Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum. Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum. Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins. Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun