Pistillinn: Liðsfélaginn Hlynur Bæringsson skrifar 26. nóvember 2011 06:00 Hlynur Bæringsson með félögum sínum í Sundsvall. Mynd/Valli Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr. Pistillinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum. Þó að hann sé góður hefur hann það slæm áhrif á aðra að betra er að fá jafnvel verri leikmann í hans stað, missirinn er bættur upp með meiri lífsgleði og hamingju hjá liðsfélögunum. Betri liðsheild er það sem verið er að sækjast eftir. Ábending til leikmanna framtíðarinnar er sú að ef þeir eru reknir þrátt fyrir að skora vel yfir 30 stig í leik er kominn tími til að líta í eigin barm. Allir liðsíþróttamenn þekkja mikilvægi góðrar liðsheildar, hún skiptir öllu máli. Liðsheildin er ekki bara hvernig liðið nær saman inni á vellinum í leik, heldur líka á æfingum og bara almennt. Íþróttin er stór partur af lífi leikmanna, þeir eyða miklum tíma saman og því æskilegt að þeim komi vel saman, það verða ekki allir vinir fyrir lífstíð en menn verða að þola návist hvers annars. Það er einfaldlega þannig að það er erfitt að samgleðjast fólki sem þér líkar ekki við, það breytist ekkert þó þú sért í íþróttum. Það verður kvöð að spila með svona mönnum, í raun sama hvernig gengur þó það sé auðveldara að umbera það ef vel gengur. Á hinn bóginn er meirihlutinn sem er góðir gaurar, mennirnir sem í raun mynda liðsheildina, með þeim fer maður í gegnum súrt og sætt. Vonar innilega að þeim gangi vel, bæði þeirra vegna og liðsins. Ég hef spilað með nokkrum skrautlegum, m.a. með manni sem lét það vera sitt fyrsta verk í paranojukasti að króa liðsfélaga sinn af úti í horni og spyrja af hverju hann hataði hann. Þeir höfðu aldrei talast við áður. Annar hótaði að berja liðsfélaga sinn því hann grunaði að hann hefði klárað hnetusmjörið sitt. Annar spilaði með rör í munninum og neitaði að skjóta á körfuna til að sýna hversu litlu málið liðið skipti hann. Enn annar svaf yfir sig þegar fyrsta æfingin var og þegar hann mætti loksins sakaði hann félaga sína um að reyna að slíta í honum krossband með of harðri vörn. Örlítil geðveiki myndi einhver segja. Ég hef í langflestum tilfellum verið mjög heppinn með liðsfélaga. Þegar ég hugsa til baka eru þau sambönd sem myndast við fólk í gegnum íþróttina meira virði en titlar og einstaklingsverðlaun. Ég geri mér betur grein fyrir því þegar ég eldist. Ég er viss um að gamlir leikmenn sem hugsa til baka séu mér sammála um það. Þó að titlarnir og verðlaunin ylji að sjálfsögðu líka stendur samveran upp úr.
Pistillinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira