Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones 30. nóvember 2011 12:00 Chris Newman er mikill Íslandvinur, á íslenska eiginkonu og kom meðal annars að gerð Nonna og Manna. Hann segir ekki ólíklegt að tökuliðið komi aftur hingað til lands til að gera meira fyrir Game of Thrones. Mynd/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira