Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones 30. nóvember 2011 12:00 Chris Newman er mikill Íslandvinur, á íslenska eiginkonu og kom meðal annars að gerð Nonna og Manna. Hann segir ekki ólíklegt að tökuliðið komi aftur hingað til lands til að gera meira fyrir Game of Thrones. Mynd/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Fyrsta þáttaröðin af Game of Thrones naut feikilegra vinsælda, þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy-verðlauna og annarrar þáttaraðarinnar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Tökuliðið var að hefja sig á brott frá Skaftafelli í gær en næstu tökudagar verða við Höfðabrekkuheiði. Einn af aðalleikurum þáttanna, Kit Harington, var hins vegar enn uppi á jökli og sem betur fer fyrir Harington – hann leikur Jon Snow – er búningurinn hans hlýr því hitastigið rétt skreið yfir frostmark svona snemma morguns. Harington virtist hins vegar ekkert láta það á sig fá heldur settist niður á milli taka á lítinn, grænan tjaldstól og fékk sér smók og sopa af vatni. Hann var sönn stórstjarna, mun lágvaxnari en þættirnir gáfu til kynna. Chris Newman, einn af framleiðendum þáttanna, gaf sér tíma til að ræða við Fréttablaðið en hann hefur góða reynslu af Íslandi, vann meðal annars við sjónvarpsþættina Nonna og Manna og er giftur íslenskri konu, Önnu Ásgeirsdóttur. Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur og þar kynntist Newman einnig Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus, en fyrirtækið sér um að þjónusta tökuliðið hér á landi. Snorri og Newman hafa haldið góðu sambandi síðan og því voru hæg heimatökin þegar ákveðið var að leita eftir alvöru vetri fyrir aðra þáttaröðina enda leikur snjór og kuldi stórt hlutverk í henni.Kit Harington lét kuldann ekki á sig fá og beið pollrólegur eftir næstu töku. Mynd/VilhelmNewman var í sjöunda himni með hvernig tökurnar höfðu gengið og segir lukkudísirnar hafa gengið í lið með þeim. „Vikuna áður en við ætluðum að hefja tökur var sextán stiga hiti hérna og enginn snjór. Daginn sem leikstjórinn lenti byrjaði hins vegar að snjóa og frjósa," segir Newman en það eina sem var hugsanlega að angra hann var að landslagið væri svo flott að áhorfendur ættu erfitt með trúa því að það væri raunverulegt. Newman staðfesti einnig að til skoðunar væri að nota Ísland enn meira í næstu þáttaröðum af Game of Thrones og hugsanlega einnig einhver skot að sumarlagi, þær tökur yrðu þó í minna lagi. Tökurnar á Game of Thrones eru feikilega umfangsmiklar og næstum af sömu stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta hér í sumar. Sem dæmi um það má nefna að þrjú hótel á svæðinu í kringum Skaftafell voru lögð undir tökuliðið. Aðalfólkið gisti á Hótel Höfn, aðrir skiptu sér niður á Smyrlabjörg og Hótel Vatnajökul. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir til að ferja fólkið á milli en talið er að kostnaðurinn við framleiðsluna hér landi nemi rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Nánar verður fjallað um tökurnar á þáttunum í Fréttablaðinu næstu daga og meðal annars rætt við Dan Weiss og David Benioff handritshöfunda og aðalframleiðendur þeirra. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira