Bassafeðgar saman á tónleikum 30. nóvember 2011 20:00 feðgar og bassaleikarar Jakob Smári Magnússon ásamt sonum sínum sem ætla að spila með honum í kvöld. fréttablaðið/valli Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunnar Annar í bassajólum. „Ég hef ekkert ýtt þeim út í þetta. Þeir hafa gert þetta algjörlega sjálfviljugir,“ segir Jakob Smári um bassaáhuga sona sinna. Aðspurður segist hann reyna að kenna þeim eins mikið og hann getur og telur þá efnilega hljóðfæraleikara. „Þeir eru fljótir að ná þessu.“ Elsti strákurinn, Jökull Smári, er sextán ára, sá næstelsti er hinn fjórtán ára Lárus og sá yngsti heitir Ari og er sjö ára. Sá síðastnefndi ætlar að spila Bjart er yfir Betlehem fyrir tónleikagesti í kvöld. Jakob Smári gaf fyrir átta árum út plötuna Bassajól þar sem hann spilaði þekkt jólalög á bassann sinn. Hún seldist upp á skammri stundu og núna er önnur plata tilbúin með einu frumsömdu lagi, Dimmrauð jól. „Þetta er gert til að koma fólki í hátíðlegt skap,“ segir Jakob Smári, sem hefur verið að spila á fullu að undanförnu með Reiðmönnum vindanna, Láru Rúnarsdóttur og Grafík. Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason verða einnig með Jakobi á sviðinu í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21. - fb Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunnar Annar í bassajólum. „Ég hef ekkert ýtt þeim út í þetta. Þeir hafa gert þetta algjörlega sjálfviljugir,“ segir Jakob Smári um bassaáhuga sona sinna. Aðspurður segist hann reyna að kenna þeim eins mikið og hann getur og telur þá efnilega hljóðfæraleikara. „Þeir eru fljótir að ná þessu.“ Elsti strákurinn, Jökull Smári, er sextán ára, sá næstelsti er hinn fjórtán ára Lárus og sá yngsti heitir Ari og er sjö ára. Sá síðastnefndi ætlar að spila Bjart er yfir Betlehem fyrir tónleikagesti í kvöld. Jakob Smári gaf fyrir átta árum út plötuna Bassajól þar sem hann spilaði þekkt jólalög á bassann sinn. Hún seldist upp á skammri stundu og núna er önnur plata tilbúin með einu frumsömdu lagi, Dimmrauð jól. „Þetta er gert til að koma fólki í hátíðlegt skap,“ segir Jakob Smári, sem hefur verið að spila á fullu að undanförnu með Reiðmönnum vindanna, Láru Rúnarsdóttur og Grafík. Guðni Finnsson og Arnar Þór Gíslason verða einnig með Jakobi á sviðinu í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21. - fb
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira