Íslendingarnir eru einstakir 2. desember 2011 09:30 Reynslubolti Chris Newman er mikill reynslubolti í kvikmyndaheiminum og hefur unnið við Star Wars og Mamma Mia!. Hann segist vel geta hugsað sér að eyða ævidögunum hér á landi og bindur vonir við að fallist verði á fleiri tökudaga hér á landi fyrir Game of Thrones.Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir tuttugu og fimm árum kom kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Newman fyrst til Íslands vegna sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna. Hann hefur hins vegar lítið fylgst með framgangi aðalstjörnu þáttarins, Garðars Thor, á óperusviðinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Newman um Game of Thrones, velgengni þáttanna og framtíð þeirra hér á landi. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu er áhugi fyrir hendi hjá tökuliði Game of Thrones að koma aftur hingað og gera hér fleiri þætti. „Ef okkur vantar snjó þá veit ég um besta staðinn. En ég hef líka léð máls á því að koma hingað að sumri, kannski bara með lítið tökulið og taka eitthvað upp við Skógarfoss,“ segir Newman en framleiðendur þáttanna, sem eru staddir hér á landi, hafa verið að skoða hentuga tökustaði. „Það er ekki hægt að leggja mat á landslag með ljósmyndum, maður verður að upplifa það. Þegar allt kemur til alls snýst þetta hins vegar auðvitað um fjárhagsáætlunina og það er alltaf dýrara að fara til annars lands og taka upp. Að endingu hef ég ekkert um málið að segja heldur verður þetta ákveðið af stjórnendum HBO.“ Atriðin sem nú er verið að taka upp hér á landi verða sýnd í seinni hluta annarrar þáttaraðarinnar. Newman er reynslubolti í kvikmyndaheiminum og hefur unnið við kvikmyndir á borð við Star Wars: The Phantom Menace, The Remains of the Day og Mamma Mia!. Hann þykir ákaflega snjall í að finna réttu tökustaðina og það kom sér vel þegar aðstandendur Game of Thrones vantaði alvöru snjó og kulda. Newman á nefnilega í miklu ástarsambandi við Ísland, hann er giftur búningahönnuðinum Önnu Ásgeirsdóttur en þau kynntust við gerð Nonna og Manna og saman eiga þau tvö börn. Þau koma hingað um hver jól og Newmann viðurkennir að hann gæti vel hugsað sér að eyða hér ævidögunum þegar hann sest í helgan stein. „En ég veit auðvitað ekkert hvernig það er að búa hérna allt árið,“ segir Newman. Fréttablaðið hitti á hann á lokadegi takanna við Svínafellsjökul. Þaðan var förinni heitið til Fjallslóns og svo Höfðabrekkuheiði við Vík í Mýrdal. Newman segist hins vegar lítið hafa fylgst með aðalstjörnu Nonna og Manna, Garðari Thor. Hann hafi þó komið í hádegismat til þeirra hjóna þegar Garðar söng eitt aðalhlutverkanna í Phantom of the Opera í London. „Frændi konunnar minnar er óperusöngvari og ég hef svona aðeins fylgst með Garðari í gegnum hann,“ segir Newman og hlær. Newman kynntist Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus sem þjónustar tökulið Game of Thrones, við gerð íslensku kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Og hann segist alltaf hafa haft mikla trú á íslenska tökuliðinu þegar ákveðið var að koma hingað. „Við hefðum ekki þurft að koma með svo mikið af starfsfólki hingað því íslensku starfsmennirnir eru alveg einstakir. En menn vildu ekki taka áhættuna. Fólkið sem er í aðstoðarstörfunum er alltof hæft til að sinna þeim en það vildi bara fá að vera með. Og það er virðingavert.“ segir Newman. Game of Thrones hafa notið feikilegra vinsælda en Newman segist ekkert hafa velt þeim fyrir sér þegar þættirnir byrjuðu. „Hins vegar eru það gömul sannindi og ný að ef maður er með flottar persónur og góða sögu þá gerist þetta nánast sjálfkrafa. Þættirnir eru líka svo fjölbreyttir og höfða til svo margra. Maður þarf ekki að vera áhugamaður um miðaldir eða ævintýri til að hafa gaman af þeim.“ Game of Thrones Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Fyrir tuttugu og fimm árum kom kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Newman fyrst til Íslands vegna sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna. Hann hefur hins vegar lítið fylgst með framgangi aðalstjörnu þáttarins, Garðars Thor, á óperusviðinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Newman um Game of Thrones, velgengni þáttanna og framtíð þeirra hér á landi. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu er áhugi fyrir hendi hjá tökuliði Game of Thrones að koma aftur hingað og gera hér fleiri þætti. „Ef okkur vantar snjó þá veit ég um besta staðinn. En ég hef líka léð máls á því að koma hingað að sumri, kannski bara með lítið tökulið og taka eitthvað upp við Skógarfoss,“ segir Newman en framleiðendur þáttanna, sem eru staddir hér á landi, hafa verið að skoða hentuga tökustaði. „Það er ekki hægt að leggja mat á landslag með ljósmyndum, maður verður að upplifa það. Þegar allt kemur til alls snýst þetta hins vegar auðvitað um fjárhagsáætlunina og það er alltaf dýrara að fara til annars lands og taka upp. Að endingu hef ég ekkert um málið að segja heldur verður þetta ákveðið af stjórnendum HBO.“ Atriðin sem nú er verið að taka upp hér á landi verða sýnd í seinni hluta annarrar þáttaraðarinnar. Newman er reynslubolti í kvikmyndaheiminum og hefur unnið við kvikmyndir á borð við Star Wars: The Phantom Menace, The Remains of the Day og Mamma Mia!. Hann þykir ákaflega snjall í að finna réttu tökustaðina og það kom sér vel þegar aðstandendur Game of Thrones vantaði alvöru snjó og kulda. Newman á nefnilega í miklu ástarsambandi við Ísland, hann er giftur búningahönnuðinum Önnu Ásgeirsdóttur en þau kynntust við gerð Nonna og Manna og saman eiga þau tvö börn. Þau koma hingað um hver jól og Newmann viðurkennir að hann gæti vel hugsað sér að eyða hér ævidögunum þegar hann sest í helgan stein. „En ég veit auðvitað ekkert hvernig það er að búa hérna allt árið,“ segir Newman. Fréttablaðið hitti á hann á lokadegi takanna við Svínafellsjökul. Þaðan var förinni heitið til Fjallslóns og svo Höfðabrekkuheiði við Vík í Mýrdal. Newman segist hins vegar lítið hafa fylgst með aðalstjörnu Nonna og Manna, Garðari Thor. Hann hafi þó komið í hádegismat til þeirra hjóna þegar Garðar söng eitt aðalhlutverkanna í Phantom of the Opera í London. „Frændi konunnar minnar er óperusöngvari og ég hef svona aðeins fylgst með Garðari í gegnum hann,“ segir Newman og hlær. Newman kynntist Snorra Þórissyni, eiganda Pegasus sem þjónustar tökulið Game of Thrones, við gerð íslensku kvikmyndarinnar Svo á jörðu eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Og hann segist alltaf hafa haft mikla trú á íslenska tökuliðinu þegar ákveðið var að koma hingað. „Við hefðum ekki þurft að koma með svo mikið af starfsfólki hingað því íslensku starfsmennirnir eru alveg einstakir. En menn vildu ekki taka áhættuna. Fólkið sem er í aðstoðarstörfunum er alltof hæft til að sinna þeim en það vildi bara fá að vera með. Og það er virðingavert.“ segir Newman. Game of Thrones hafa notið feikilegra vinsælda en Newman segist ekkert hafa velt þeim fyrir sér þegar þættirnir byrjuðu. „Hins vegar eru það gömul sannindi og ný að ef maður er með flottar persónur og góða sögu þá gerist þetta nánast sjálfkrafa. Þættirnir eru líka svo fjölbreyttir og höfða til svo margra. Maður þarf ekki að vera áhugamaður um miðaldir eða ævintýri til að hafa gaman af þeim.“
Game of Thrones Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira