Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 06:00 J‘Nathan Bullock fór á kostum með Grindavíkurliðinu á úrslitahelginni í Lengjubikarnum. Mynd/Stefán Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira