Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 06:00 J‘Nathan Bullock fór á kostum með Grindavíkurliðinu á úrslitahelginni í Lengjubikarnum. Mynd/Stefán Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór. Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira