Stewart gróðavænlegust 8. desember 2011 17:00 Kristen Stewart er góð fjárfesting ef marka má lista Forbes. Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu en formúla Forbes er ákaflega einföld; útreikningarnir byggjast einfaldlega á því hversu miklum gróða kvikmynd stjörnunnar skilar miðað við laun hennar. Og þá er útkoman engin geimvísindi, Twilight-kvikmyndirnar hafa malað gull án þess að leikararnir hafi verið á svimandi háum launum. Fyrir hvern dollara sem Stewart fær greiddan þénar mynd hennar rúmlega 55 dollara. Sem verður að teljast ágætis fjárfesting. Unnusti hennar, Robert Pattinson, verður að gera sér þriðja sætið að góðu, fyrir hvern dollara sem hann fær greiddan þénar mynd hans að meðaltali 39 dollara. Pattinson hefur auðvitað reynt fyrir sér í öðrum kvikmyndum utan Twilight sem draga þessa upphæð örlítið niður. Í öðru sæti á lista Forbes er leikkonan Anne Hathaway sem halar inn 45 dollara á hvern dollara. Meðal annarra nafntogaðra leikara á listanum má nefna Daniel Radcliffe, Matt Damon og Robert Downey en Downey var eini leikarinn yfir þrítugu sem komst á þennan lista. Forbes tók líka saman þá leikara sem taldir eru skila minnstum gróða og þar trónir Drew Barrymore í efsta sæti. Eddie Murphy fylgir svo fast á eftir. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu en formúla Forbes er ákaflega einföld; útreikningarnir byggjast einfaldlega á því hversu miklum gróða kvikmynd stjörnunnar skilar miðað við laun hennar. Og þá er útkoman engin geimvísindi, Twilight-kvikmyndirnar hafa malað gull án þess að leikararnir hafi verið á svimandi háum launum. Fyrir hvern dollara sem Stewart fær greiddan þénar mynd hennar rúmlega 55 dollara. Sem verður að teljast ágætis fjárfesting. Unnusti hennar, Robert Pattinson, verður að gera sér þriðja sætið að góðu, fyrir hvern dollara sem hann fær greiddan þénar mynd hans að meðaltali 39 dollara. Pattinson hefur auðvitað reynt fyrir sér í öðrum kvikmyndum utan Twilight sem draga þessa upphæð örlítið niður. Í öðru sæti á lista Forbes er leikkonan Anne Hathaway sem halar inn 45 dollara á hvern dollara. Meðal annarra nafntogaðra leikara á listanum má nefna Daniel Radcliffe, Matt Damon og Robert Downey en Downey var eini leikarinn yfir þrítugu sem komst á þennan lista. Forbes tók líka saman þá leikara sem taldir eru skila minnstum gróða og þar trónir Drew Barrymore í efsta sæti. Eddie Murphy fylgir svo fast á eftir.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira