Hænufet í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2011 07:00 Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó að vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni. Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar. Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020. ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf. Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð. Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni. Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar. Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar