Borgin og Austur berjast um gestina á nýárskvöld 29. desember 2011 09:30 nýársgleði Mikið verður um dýrðir á Hótel Borg og Austri á nýárskvöld þar sem Daníel Geir Moritz og Logi Bergmann verða veislustjórar. Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira