Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn! Þórarinn Eyfjörð skrifar 22. janúar 2011 06:00 Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi?
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar