Útópía Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun