Stjórnvöld skortir áræði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun