Launaleynd er lúaleg Svavar Knútur skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun