Smákóngar Sigurður Pálsson skrifar 14. febrúar 2011 06:00 Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun