Öflugir liðsmenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. janúar 2011 06:15 Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur. Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.AtlamálÞó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi. Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar." Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu. Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.„Þingmaður VG"Enn er fjallað um það í fjölmiðlum sem frétt að Lilja Mósesdóttir, „þingmaður VG" sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnarinnar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitthvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar" - markmið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi" en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún samrýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB-andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræðimaður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnumarkað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu líkara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heimssýnarflokksins. Teitur Atlason, sá ágæti bloggari, birtir lista um nokkur markmið í þessari sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau framfaramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöngum verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslendingar taki á sig sömu skuldbindingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu… og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda andstöðu hennar. Að hún vilji sem sem sé hækkun vaxta, aukna skuldasöfnun og meiri verðbólgu - minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnuleysi… Verri lífskjör - bara ef við stöndum utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur. Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.AtlamálÞó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi. Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar." Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu. Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.„Þingmaður VG"Enn er fjallað um það í fjölmiðlum sem frétt að Lilja Mósesdóttir, „þingmaður VG" sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnarinnar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitthvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar" - markmið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi" en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún samrýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB-andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræðimaður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnumarkað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu líkara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heimssýnarflokksins. Teitur Atlason, sá ágæti bloggari, birtir lista um nokkur markmið í þessari sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau framfaramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöngum verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslendingar taki á sig sömu skuldbindingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu… og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda andstöðu hennar. Að hún vilji sem sem sé hækkun vaxta, aukna skuldasöfnun og meiri verðbólgu - minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnuleysi… Verri lífskjör - bara ef við stöndum utan ESB.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun