Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn Agnar Tómas Möller skrifar 9. janúar 2012 16:00 Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun