Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum Magnús Halldórsson skrifar 8. janúar 2012 01:58 Antonio Maria Costa er yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því að koma illa fengnu fé í banka.43 þúsund milljarðar króna Antonio Maria Costa, yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri starfsemi, staðfesti þetta strax haustið 2009 í samtali við bresku blöðin Observer og The Guardian. Sagði hann að áreiðanlegar sannanir hefðu komið fram um að glæpahópar hefðu komið megninu af 352 milljarða dollara, ríflega 43 þúsund milljarða króna, hagnaði sínum af eiturlyfjaframleiðslu og sölu inn í fjármálakerfið á viðkvæmum tímum, vegna bágrar stöðu þeirra. „Við fengum vísbendingar frá leyniþjónustufulltrúum um að peningar frá glæpagengjum hefðu verið einu fáanlegu peningarnir um tíma, og þeir hefðu skipt sköpum," sagði Maria Costa m.a í viðtali við Guardian 13. desember 2009. Maria Costa staðfesti síðan í desember sl. að allt benti til þess að skipulögð glæpastarfsemi, ekki síst í Suður-Ameríku, hefði viðhaldið þvættinu í fjármálakerfinu í þeim erfiðleikum sem bankar hafa gengið í gegnum á liðnum árum. Og spjótin beindust ekki síst að stórum alþjóðlegum bönkum sem störfuðu þvert á landamæri. Eina opinbera rannsóknin sem farið hefur fram á þessu hingað til er gegn Wachovia bankanum, sem er með starfsstöðvar um allan heim. Sú rannsókn hófst í apríl 2008 og stendur enn yfir. Helst er það starfsemi bankans í Mexíkó og Kolumbíu, tveimur af stærstu kókaínframleiðsluríkjum heims, sem er til rannsóknar. Fimmtánföldun á verði Ítarlegustu opinberu upplýsingar um fíkninefnaiðnaðinn í heiminum eru árlegar skýrslur fyrrnefndar stofnunar SÞ sem Maria Costa er í forsvari fyrir. Skýrsla fyrir árið 2011 er enn ekki komin út en sé mið tekið af skýrslunni fyrir árið 2010 virðist fátt geta komið í veg fyrir að fíkniefnaheimurinn haldi áfram að vaxa og verða skipulagðari og erfiðari viðfangs fyrir yfirvöld víðs vegar. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að fíkniefnabarónar komi framleiðslu sinni á markað, þó vitað sé nokkuð nákvæmlega hvar framleiðslan fer fram og hvernig er dreift inn á markaði. Margt vekur athygli í skýrslunni og þá ekki síst tölur um „rekstur" þessa vágests í mannlegum samfélögum. Nefnt er í skýrslunni að 85% af heróíni á heimsvísu komi frá Afganistan. Bændur í Afganistan, og eftir atvikum aðrir sem yfirtekið hafa framleiðslu, fá um 3.000 dollara fyrir kílóið. Inn á mörkuðum í Vestur-Evrópu var verðið að meðaltali 44.300 dollarar á kílóið, eða tæplega fimmtánfalt hærra. Svipaða sögu er að segja frá Suður-Ameríku nema hvað þar hefur færst í vöxt að sölumenn inn á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu séu þeir sömu og sjá um framleiðsluna. Hertar aðgerðir lögreglu gegn glæpagengjum, ekki síst í Mexíkó, hafa ekki slegið á framboð á efnum, að því er fram kemur í skýrslu SÞ. Það er eitt af því sem veldur mestum áhyggjum, segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að horft til langtíma geti harðar aðgerðir lögreglu brotið upp skipulag glæpahópa, sem skipti sköpum ef það eigi að komast að rótum framleiðslunnar til þess að draga úr framboðinu. Að því er fram kemur í skýrslunni er talið að alheimsmarkaður með fíkniefni sé um 300 milljónir manna og vaxi hratt. Tekið er fram að tölurnar séu þó aldrei annað en nálganir út frá gefnum forsendum og gögnum sem SÞ vinna úr. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því að koma illa fengnu fé í banka.43 þúsund milljarðar króna Antonio Maria Costa, yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri starfsemi, staðfesti þetta strax haustið 2009 í samtali við bresku blöðin Observer og The Guardian. Sagði hann að áreiðanlegar sannanir hefðu komið fram um að glæpahópar hefðu komið megninu af 352 milljarða dollara, ríflega 43 þúsund milljarða króna, hagnaði sínum af eiturlyfjaframleiðslu og sölu inn í fjármálakerfið á viðkvæmum tímum, vegna bágrar stöðu þeirra. „Við fengum vísbendingar frá leyniþjónustufulltrúum um að peningar frá glæpagengjum hefðu verið einu fáanlegu peningarnir um tíma, og þeir hefðu skipt sköpum," sagði Maria Costa m.a í viðtali við Guardian 13. desember 2009. Maria Costa staðfesti síðan í desember sl. að allt benti til þess að skipulögð glæpastarfsemi, ekki síst í Suður-Ameríku, hefði viðhaldið þvættinu í fjármálakerfinu í þeim erfiðleikum sem bankar hafa gengið í gegnum á liðnum árum. Og spjótin beindust ekki síst að stórum alþjóðlegum bönkum sem störfuðu þvert á landamæri. Eina opinbera rannsóknin sem farið hefur fram á þessu hingað til er gegn Wachovia bankanum, sem er með starfsstöðvar um allan heim. Sú rannsókn hófst í apríl 2008 og stendur enn yfir. Helst er það starfsemi bankans í Mexíkó og Kolumbíu, tveimur af stærstu kókaínframleiðsluríkjum heims, sem er til rannsóknar. Fimmtánföldun á verði Ítarlegustu opinberu upplýsingar um fíkninefnaiðnaðinn í heiminum eru árlegar skýrslur fyrrnefndar stofnunar SÞ sem Maria Costa er í forsvari fyrir. Skýrsla fyrir árið 2011 er enn ekki komin út en sé mið tekið af skýrslunni fyrir árið 2010 virðist fátt geta komið í veg fyrir að fíkniefnaheimurinn haldi áfram að vaxa og verða skipulagðari og erfiðari viðfangs fyrir yfirvöld víðs vegar. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að fíkniefnabarónar komi framleiðslu sinni á markað, þó vitað sé nokkuð nákvæmlega hvar framleiðslan fer fram og hvernig er dreift inn á markaði. Margt vekur athygli í skýrslunni og þá ekki síst tölur um „rekstur" þessa vágests í mannlegum samfélögum. Nefnt er í skýrslunni að 85% af heróíni á heimsvísu komi frá Afganistan. Bændur í Afganistan, og eftir atvikum aðrir sem yfirtekið hafa framleiðslu, fá um 3.000 dollara fyrir kílóið. Inn á mörkuðum í Vestur-Evrópu var verðið að meðaltali 44.300 dollarar á kílóið, eða tæplega fimmtánfalt hærra. Svipaða sögu er að segja frá Suður-Ameríku nema hvað þar hefur færst í vöxt að sölumenn inn á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu séu þeir sömu og sjá um framleiðsluna. Hertar aðgerðir lögreglu gegn glæpagengjum, ekki síst í Mexíkó, hafa ekki slegið á framboð á efnum, að því er fram kemur í skýrslu SÞ. Það er eitt af því sem veldur mestum áhyggjum, segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að horft til langtíma geti harðar aðgerðir lögreglu brotið upp skipulag glæpahópa, sem skipti sköpum ef það eigi að komast að rótum framleiðslunnar til þess að draga úr framboðinu. Að því er fram kemur í skýrslunni er talið að alheimsmarkaður með fíkniefni sé um 300 milljónir manna og vaxi hratt. Tekið er fram að tölurnar séu þó aldrei annað en nálganir út frá gefnum forsendum og gögnum sem SÞ vinna úr.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira