Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63 Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. janúar 2012 20:17 J'Nathan Bullock. Mynd/Stefán Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti