Fótbolti

Fàbregas og varamaðurinn Messi báðir með tvö mörk í sigri Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fàbregas fagnar með Xavi og Dani Alves í kvöld.
Cesc Fàbregas fagnar með Xavi og Dani Alves í kvöld. Mynd/AP
Cesc Fàbregas var í aðalhlutverki í kvöld þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Fàbregas skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp það þriðja fyrir varamanninn Lionel Messi sem átti síðan efrtir að bæta við öðru marki sínu rétt fyrir leikslok.

Barcelona er því í góðum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli Osasuna í næstu viku. Real Madrid vann 3-2 sigur á Malaga í fyrri leik sínum í gær en Real og Barca munu mætast komist þau í átta liða úrslit keppninnar.

Cesc Fàbregas kom Barcelona í 1-0 á 14. mínútu eftir sendingu frá Xavi og þeir endurtóku leikinn rúmum fjórum mínútum síðar.

Lionel Messi var með flensu og átti ekki að spila leikinn en kom inn á sem varamaður fyrir Pedro á 60. mínútu. Messi kom Barcelona síðan í 3-0 á 74. mínútu með skalla eftir sendingu frá Fàbregas og bætti síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.

Fàbregas hefur þar með skorað 13 mörk og gefið 10 stoðsendingar í 22 leikjum með Barcelona á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Messi er hinsvegar búinn að skora 31 mark í 27 leikjum á leiktíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×