Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2012 21:19 Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira