Grindavík vann í gær tíunda sigur sinn í ellefu deildarleikjum er liðið lagði Stjörnuna á útivelli, 75-67. Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Giordan Watson gerði sér lítið fyrir og gerði þrefalda tvennu í leiknum en hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.
Stjörnumenn hefur ekki gengið vel upp á síðkastið en liðið er engu að síður í öðru sæti deildarinnar með sextán stig, rétt eins og Keflavík.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skellti sér á völlinn og tók þessar myndir.
Körfubolti