Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 12. janúar 2012 20:41 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti