Eitt af stærstu flugfélögum Spánar rambar á barmi gjaldþrots 28. janúar 2012 12:12 Spanair, eitt af stærstu flugfélögum Spánar, hefur aflýst öllum flugferðum vegna mikillar óvissu um fjárhagslega framtíð fyrirtækisins. Spanair hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að glíma frá því að vél þess fórst í flugslysi fyrir fjórum árum. Seint í gærkvöld gaf Spanair út tilkynningu að það rambaði á barmi gjaldþrots. AP fréttaveitan greinir frá því að sveitastjórnir á Spáni hafi ekki getað stutt fjárhagslega við fyrirtækið lengur og því hafi rekstrargrundvöllur þess brostið. Árið 2008 fórst vél félagsins í alvarlegu flugslysi þegar hún tók á loft á leið til kanarí eyja, en eitt hundrað fimmtíu og fjórir farþegar létu þar lífið. Það var alvarlegasta flugslys á Spáni í tuttugu og fimm ár og hafði mikil áhrif á rekstur félagsins ásamt lausafjárkreppunni. Flugfélagið bendir farþegum sínum á að fylgjast vel með á vefsíðu félagsins, en hún liggur niðri um þessar mundir. Haft er eftir þarlendum fjölmiðlum að þúsundir farþega séu nú strandaglópar víðsvegar um Evrópu. Þróunarráðuneytið á spáni hefur hins vegar skorað á félagið að standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum. Spanair var með þrjátíu og sex vélar í sínum flota og flaug til nítján áfangastaða innanlands og tuttugu og fjögurra annarra borga í Evrópu. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spanair, eitt af stærstu flugfélögum Spánar, hefur aflýst öllum flugferðum vegna mikillar óvissu um fjárhagslega framtíð fyrirtækisins. Spanair hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að glíma frá því að vél þess fórst í flugslysi fyrir fjórum árum. Seint í gærkvöld gaf Spanair út tilkynningu að það rambaði á barmi gjaldþrots. AP fréttaveitan greinir frá því að sveitastjórnir á Spáni hafi ekki getað stutt fjárhagslega við fyrirtækið lengur og því hafi rekstrargrundvöllur þess brostið. Árið 2008 fórst vél félagsins í alvarlegu flugslysi þegar hún tók á loft á leið til kanarí eyja, en eitt hundrað fimmtíu og fjórir farþegar létu þar lífið. Það var alvarlegasta flugslys á Spáni í tuttugu og fimm ár og hafði mikil áhrif á rekstur félagsins ásamt lausafjárkreppunni. Flugfélagið bendir farþegum sínum á að fylgjast vel með á vefsíðu félagsins, en hún liggur niðri um þessar mundir. Haft er eftir þarlendum fjölmiðlum að þúsundir farþega séu nú strandaglópar víðsvegar um Evrópu. Þróunarráðuneytið á spáni hefur hins vegar skorað á félagið að standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum. Spanair var með þrjátíu og sex vélar í sínum flota og flaug til nítján áfangastaða innanlands og tuttugu og fjögurra annarra borga í Evrópu.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira