Keflvíkingar skutu Stólanna niður á jörðina | Magnús og Valur heitir í Síkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 20:55 Valur Valsson Mynd/Hjalti Vignisson Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum