Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 93-94 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2012 21:05 Quincy Hankins-Cole átti þrjár magnaðar troðslur í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti