Ungliðar lýsa vantrausti á Ástu JHH skrifar 22. janúar 2012 23:45 Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli. Landsdómur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn lýsa vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum í kvöld. Ástæðan er sú að hún, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, vilja að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að leggja niður málshöfðun gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi fái efnislega umfjöllun á Alþingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde," segir í ályktun ungra jafnaðarmanna. Ályktunin er svohljóðandi í heild: Ungir jafnaðamenn lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi og Landsdómur hefur metið meiginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn á nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu. Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum sem fyrst verði veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta. Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli.
Landsdómur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda