Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:48 Roger Federer fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2.
Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30