Papademos varar við efnahagshamförum ef neyðarlán fást ekki 11. febrúar 2012 01:09 Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, stendur í ströngu þessa dagana. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Lucas Papademos forsætisráðherra sögðu af sér í dag vegna ágreinings um nýja ríkisfjármálaáætlun landsins, en viðræður vegna hennar hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Þessar aðgerðir koma allar til viðbótar við aðrar aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, sem reynt hafa mjög á almenning. Þannig hefur þrívegis verið gripið til allsherjarverkfalls í landinu á undanförnum níu mánuðum. Takist að ná þessum aðgerðum í gegn eru lánadrottnar tilbúnir að semja um niðurfellingu á skuldum landsins, líklega allt að helmingi. Takist það ekki býður landsins fátt annað en gjaldþrot, að því er fram kemur í fréttaskýringum helstu alþjóðafjölmiðla heimsins í kvöld, þar á meðal breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal. Papademos varaði þingmenn við því að berjast heiftarlega gegn þessari áætlun þar sem það gæti leitt til „stjórnlausrar efnahagsupplausnar" í Grikklandi og Evrópu, og einnig til „félagslegrar upplausnar". Hann sagði ennfremur að Grikkir hefðu ekkert val, þetta væri úrslitastund. Leiðin væri fær og þingmenn yrðu að hafa trú á því. Mariliza Xenogiannakopoulou, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í dag, sagði skilyrðin fyrir neyðarláninu vera niðurlægjandi fyrir Grikki. Ekkert réttlætti þessar aðgerðir sem gætu í versta falli lagt Grikkland í rúst. Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í dag þar sem mótmælendur, þar af margir sem eru í stéttarfélögum verkafólks, slógust við lögreglumenn og óeirðasveitir. Það mun ráðast á næstu vikum hvort fyrrnefnd aðgerðaáætlun verður samþykkt eða ekki, en sökum þess hve atburðarásin getur breyst fljótt, er að erfitt að segja með vissu hvenær það gæti verið. Tæplega 14,5 milljarðar evra falla á gjalddaga 20. mars nk. hjá Grikkjum og miða aðgerðir við að endurfjármögnun verði lokið fyrir þann tíma, sem og pólitísk stefnumörkun í ríkisfjármálum sem kröfuhafar landsins geta sætt sig við. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Lucas Papademos forsætisráðherra sögðu af sér í dag vegna ágreinings um nýja ríkisfjármálaáætlun landsins, en viðræður vegna hennar hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Þessar aðgerðir koma allar til viðbótar við aðrar aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, sem reynt hafa mjög á almenning. Þannig hefur þrívegis verið gripið til allsherjarverkfalls í landinu á undanförnum níu mánuðum. Takist að ná þessum aðgerðum í gegn eru lánadrottnar tilbúnir að semja um niðurfellingu á skuldum landsins, líklega allt að helmingi. Takist það ekki býður landsins fátt annað en gjaldþrot, að því er fram kemur í fréttaskýringum helstu alþjóðafjölmiðla heimsins í kvöld, þar á meðal breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal. Papademos varaði þingmenn við því að berjast heiftarlega gegn þessari áætlun þar sem það gæti leitt til „stjórnlausrar efnahagsupplausnar" í Grikklandi og Evrópu, og einnig til „félagslegrar upplausnar". Hann sagði ennfremur að Grikkir hefðu ekkert val, þetta væri úrslitastund. Leiðin væri fær og þingmenn yrðu að hafa trú á því. Mariliza Xenogiannakopoulou, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í dag, sagði skilyrðin fyrir neyðarláninu vera niðurlægjandi fyrir Grikki. Ekkert réttlætti þessar aðgerðir sem gætu í versta falli lagt Grikkland í rúst. Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í dag þar sem mótmælendur, þar af margir sem eru í stéttarfélögum verkafólks, slógust við lögreglumenn og óeirðasveitir. Það mun ráðast á næstu vikum hvort fyrrnefnd aðgerðaáætlun verður samþykkt eða ekki, en sökum þess hve atburðarásin getur breyst fljótt, er að erfitt að segja með vissu hvenær það gæti verið. Tæplega 14,5 milljarðar evra falla á gjalddaga 20. mars nk. hjá Grikkjum og miða aðgerðir við að endurfjármögnun verði lokið fyrir þann tíma, sem og pólitísk stefnumörkun í ríkisfjármálum sem kröfuhafar landsins geta sætt sig við.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira