Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2012 19:30 Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira