Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66 Stefán Hirst Friðriksson í DHL höllinni skrifar 8. mars 2012 18:45 Mynd/Stefán Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liðin mættust í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en voru þó KR-ingar með undirtökin í fyrsta leikhlutanum. Robert Ferguson, leikmaður KR fór fyrir sínum mönnum í leikhlutanum og skoraði hann átta stig. Hann kom sínum mönnum í þriggja stiga forystu, 12-9, þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum með góðri þriggja stiga körfu. KR-ingar bættu aðeins við forskot sitt og leiddu þeir 16-11 þegar fyrsti leikhluti var úti. Sama var upp á teningnum í byrjun annars leikhluta en KR-ingar virtust vera með nokkuð góða stjórn á leiknum. Bæði lið skiptust á að skora en Stólunum tókst að skera muninn niður í tvö stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. Við tók góður kafli KR-inga en þeir skoruðu næstu sjö stig leiksins og voru komnir í níu stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir. Stólarnir tóku aðeins við sér en KR-ingar héldu þeim hæfilega langt frá sér og staðan því 39-31, KR í vil þegar flautað var til hálfleiks. KR-ingar byrjuðu þriðja leikhlutann af miklum krafti og bættu á forystu sína jafnt og þétt. Á meðan gekk ekkert upp í sóknarleik Tindastóls en þeir voru með í kringum þrjátíu og fimm prósent skotnýtingu þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Útlendingarnir voru allt í öllu í liði KR og virtust Stólarnir eiga fá svör við þeim. Joshua Brown, leikmaður KR kom sínum mönnum í sautján stiga forystu, 52-35 með þriggja stiga körfu um miðbik leikhlutans. Tindastóll tók aðeins við sér í sóknarleiknum á næstu mínútum en vörnin var enn ekki til staðar og leiddu því KR-ingar, 69-53 fyrir fjórða leikhlutann. Ágætis spilamennska Stólanna undir lok þriðja leikhluta virtist ekki hafa mikil áhrif á KR því að þeir byrjuðu fjórða leikhlutann af sama krafti og voru þeir komnir í átján stiga forystu, 75-57 þegar fjórði leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. KR-ingar voru á þessum tímapunkti byrjaðir að rótera öllu liðinu sínu og voru allir í liði þeirra að fá mínútur. Stólarnir sýndu örlítinn lit á næstu mínútum en það kom þeim þó ekki langt. KR-ingar voru einfaldlega miklu sterkari í leiknum og lönduðu þeir að lokum auðveldum átján stiga sigri, 84-66. Í liði KR mætti helst nefna útlendingana þrjá, Brown, Ferguson og Sencanski en þeir fóru fyrir sínum mönnum í sóknarleiknum. Það er einnig vert að minnast á vörn KR-inga en hún var virkilega sterk í leiknum. Stólarnir komust lítið áleiðis gegn henni og fóru í kjölfarið að skjóta illa og gera mörg mistök í sókninni. Virkilega slakur leikur hjá Stólunum en þeir virtust aldrei hafa trú á verkefninu.KR: Joshua Brown 21/7 fráköst, Dejan Sencanski 19, Robert Lavon Ferguson 18/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 9, Finnur Atli Magnusson 6/11 fráköst, Kristófer Acox 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3, Martin Hermannsson 3, Jón Orri Kristjánsson 1, Ágúst Angantýsson 0, Skarphéðinn Freyr Ingason 0, Björn Kristjánsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 23/7 fráköst, Curtis Allen 14, Friðrik Hreinsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Helgi Rafn Viggósson 5/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Igor Tratnik 2/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Páll Bárðason 0. Hreggviður: Íslandsmeistaratitillinn er markmiðiðMynd/Stefán„Við vorum með ofureinfalt markmið fyrir þennan leik. Við ætluðum að hefna fyrir tapið í undanúrslitunum um daginn. Við ætluðum að koma hérna á okkar heimavöll, vera mjög líkamlega sterkir og spila vörn. Þetta gekk fullkomlega upp og fóru þeir í kjölfarið á því úr sínu leikskipulagi og skutu illa fyrir vikið. Við endum því hérna með mjög öruggan sigur og svöruðum vel fyrir okkur," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. Aðspurður um hvert markmið KR liðsins væri í lok tímabils sagði hann það vera ofureinfalt. ,,Það er mjög einfalt - Íslandsmeistaratitill. Við náum ekki deildarmeistaratitlinum og okkur tókst að klúðra bikarnum og því er þetta afskaplega einfalt. Við erum komnir í playoff-ham og ætlum við okkur að klára þetta," sagði Hreggviður að lokum. Hrafn: Okkur tókst það sem við lögðum upp meðMynd/Stefán„Það er aldrei auðvelt að vinna þetta Tindastóls lið. Þeir eru hörkusterkir og eru með marga góða sóknarmenn. Við kláruðum okkar og það er gaman af því. Við spiluðum virkilega góða vörn, tókst að halda þeim í fjörutíu stigum í hvorum hálfleik. Það er eitthvað sem við leggjum upp sem markmið fyrir hvern leik þannig að það er mjög jákvætt að það hafi tekist. Okkur tókst eins og ég segi að halda þeim niðri og er ég ánægður með þetta," sagði Hrafn „Þetta varð pínu persónulegra fyrir okkur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Ef þú ert látinn illa út þá særir það stoltið og verður örlítið persónulegra fyrir vikið. Við erum bara með hugann við það að enda sem efst í deildinni og mæta svo klárir í úrslitakeppni," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. Bárður: Lykilmenn eru ekki að skila sínuMynd/Stefán„Þetta var virkilega lélegt hjá okkur í dag. Það var ekkert hjá KR-ingum sem kom okkur á óvart í dag. Við vissum alveg um öll þeirra leikkerfi og plön og ekkert sem ætti að koma okkur eitthvað sérstaklega á óvart. Það eru bara alltof mikilvægir menn í liðinu sem eru ekki að skila því sem þeir eiga að vera að skila og þá er ég aðallega að tala um útlendinga hjá okkur. Á meðan þeir skila ekki því sem þeir eiga að vera að skila þá eru þeir ekki að standa sig nógu vel," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í leikslok. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. 40 mín - Leiknum er lokið með auðveldum átján stiga sigri KR-inga, 84-66. Þetta var í rauninni skelfilega óspennandi leikur og mættu Stólarnir aldrei til leiks. Alltof auðvelt fyrir KR-inga hérna í kvöld.36 mín - Staðan er 79-62. Stólarnir hafa spilað ágætlega síðustu mínútur en það dugar ekki til. KR-ingar eru gjörsamlega í bílstjórasætinu hérna og eru að fara að landa auðveldum sigri.33 mín: Staðan er 73-53. Sama upp á teningnum. KR-ingar eru byrjaðir að rótera liði sínu og eru allir að fá mínútur þessa stundina. Stólarnir virðast hafa lítinn áhuga á því að gera eitthvað í þessum leik30 mín:: - Þriðji leikhluti búinn - Staðan er 69-53. Stólarnir hafa aðeins lifnað við í sóknarleiknum á síðustu mínútum en vörnin er ennþá slök. Það þarf eitthvað kraftaverk að eiga sér stað hérna í fjórða leikhluta ef þetta á ekki að enda sem auðveldur sigur KR-inga. 26 mín::Staðan er 59-39. KR-ingar eru að stinga máttlaust lið Tindastóls af. Stólarnir ráða ekkert við útlendingana í liði KR. Ofan á það virðast þeir hreinlega áhugalausir og hafa spilað virkilega slakan sóknarleik allan leikinn. Stefnir allt í auðveldan sigur KR. 24 mín:: Staðan er 45-32. Þetta er auðvelt fyrir KR eins og er. Það er ekkert ofaní hjá Stólunum og eru þeir ennþá með hræðilega 35% skotnýtingu. KR-ingar virka hálf rólegir yfir þessu öllu saman og virkar þetta frekar þægilegt bara. . 20 mín: - Hálfleikur - Staðan er 39-31. KR-ingar leiða í hálfleik. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleik en KR-ingarnir hafa þó verið með undirtökin. Dejan Sencanski, leikmaður KR varði skot Maurice Miller glæsilega undir lok leiks og nýttu KR-ingar sér það með því að láta boltann í hendurnar á Joshua Brown og hann þakkaði þeim traustið og setti niður þriggja stiga flautukörfu. Liðin hafa hvorug verið að spila eins og þau eiga að sér og margt má því lagfæra hjá báðum liðum fyrir seinni hálfleikinn. 17 mín: Staðan er 35-29. Sóknarleikur liðanna heldur áfram að vera slakur og þá sérstaklega hjá Tindastóli en þeir eru einungis með í kringum 35% skotnýtingu í fyrri hálfleik. KR-ingar virðast vera í bílstjórasætinu í þessum leik eins og staðan er núna.14 mín: Staðan er 28-23. Stólarnir byrjuðu annan leikhlutann betur en KR-ingar svöruðu vel. Sóknarleikur liðanna hefur ekkert verið sérstaklega góður og taka KR-ingar leikhlé í þessum töluðu orðum.10 mín: Fyrsta leikhluta er lokið og er staðan 21-15 fyrir KR.8 mín: Staðan er 16-11. KR-ingar hafa tekið við sér á síðustu mínútum og eru komnir í forystu. Robert Ferguson er að spila virkilega vel í liði KR og er hann kominn með 8 stig í fyrsta leikhluta.6 mín: Staðan er 9-9. Lítið skorað og nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum.3 mín: Staðan er 2-4. Stólarnir virka tilbúnir og eru að berjast fyrir hverju frákasti. Nokkuð um misheppnuð skot í upphafi leiks. Fyrir leik: Kynningar leikmanna búnar og leikurinn í þann mund að hefjast.Fyrir leik: Datt á spjall við manninn sem sér um tónlistina og kynningar hérna í DHL-höllinni og hrósaði ég honum fyrir gott lagaval. Hann bar fyrir sig nafnleynd en segist vera þekktur undir nafninu DJ-Kimpossible. Við þrætum ekkert fyrir það.Fyrir leik: Tæplega korter í leik og eru leikmenn að hita upp í rólegheitunum. Við fáum vonandi spennandi leik hérna í kvöld Fyrir leik: KR-ingar eru væntanlega í hefndarhug hér í kvöld enda töpuðu þeir grátlega fyrir Stólunum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í febrúar mánuði. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Tindastóls lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira
Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liðin mættust í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en voru þó KR-ingar með undirtökin í fyrsta leikhlutanum. Robert Ferguson, leikmaður KR fór fyrir sínum mönnum í leikhlutanum og skoraði hann átta stig. Hann kom sínum mönnum í þriggja stiga forystu, 12-9, þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum með góðri þriggja stiga körfu. KR-ingar bættu aðeins við forskot sitt og leiddu þeir 16-11 þegar fyrsti leikhluti var úti. Sama var upp á teningnum í byrjun annars leikhluta en KR-ingar virtust vera með nokkuð góða stjórn á leiknum. Bæði lið skiptust á að skora en Stólunum tókst að skera muninn niður í tvö stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. Við tók góður kafli KR-inga en þeir skoruðu næstu sjö stig leiksins og voru komnir í níu stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir. Stólarnir tóku aðeins við sér en KR-ingar héldu þeim hæfilega langt frá sér og staðan því 39-31, KR í vil þegar flautað var til hálfleiks. KR-ingar byrjuðu þriðja leikhlutann af miklum krafti og bættu á forystu sína jafnt og þétt. Á meðan gekk ekkert upp í sóknarleik Tindastóls en þeir voru með í kringum þrjátíu og fimm prósent skotnýtingu þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Útlendingarnir voru allt í öllu í liði KR og virtust Stólarnir eiga fá svör við þeim. Joshua Brown, leikmaður KR kom sínum mönnum í sautján stiga forystu, 52-35 með þriggja stiga körfu um miðbik leikhlutans. Tindastóll tók aðeins við sér í sóknarleiknum á næstu mínútum en vörnin var enn ekki til staðar og leiddu því KR-ingar, 69-53 fyrir fjórða leikhlutann. Ágætis spilamennska Stólanna undir lok þriðja leikhluta virtist ekki hafa mikil áhrif á KR því að þeir byrjuðu fjórða leikhlutann af sama krafti og voru þeir komnir í átján stiga forystu, 75-57 þegar fjórði leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. KR-ingar voru á þessum tímapunkti byrjaðir að rótera öllu liðinu sínu og voru allir í liði þeirra að fá mínútur. Stólarnir sýndu örlítinn lit á næstu mínútum en það kom þeim þó ekki langt. KR-ingar voru einfaldlega miklu sterkari í leiknum og lönduðu þeir að lokum auðveldum átján stiga sigri, 84-66. Í liði KR mætti helst nefna útlendingana þrjá, Brown, Ferguson og Sencanski en þeir fóru fyrir sínum mönnum í sóknarleiknum. Það er einnig vert að minnast á vörn KR-inga en hún var virkilega sterk í leiknum. Stólarnir komust lítið áleiðis gegn henni og fóru í kjölfarið að skjóta illa og gera mörg mistök í sókninni. Virkilega slakur leikur hjá Stólunum en þeir virtust aldrei hafa trú á verkefninu.KR: Joshua Brown 21/7 fráköst, Dejan Sencanski 19, Robert Lavon Ferguson 18/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 9, Finnur Atli Magnusson 6/11 fráköst, Kristófer Acox 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3, Martin Hermannsson 3, Jón Orri Kristjánsson 1, Ágúst Angantýsson 0, Skarphéðinn Freyr Ingason 0, Björn Kristjánsson 0.Tindastóll: Maurice Miller 23/7 fráköst, Curtis Allen 14, Friðrik Hreinsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Helgi Rafn Viggósson 5/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Igor Tratnik 2/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Páll Bárðason 0. Hreggviður: Íslandsmeistaratitillinn er markmiðiðMynd/Stefán„Við vorum með ofureinfalt markmið fyrir þennan leik. Við ætluðum að hefna fyrir tapið í undanúrslitunum um daginn. Við ætluðum að koma hérna á okkar heimavöll, vera mjög líkamlega sterkir og spila vörn. Þetta gekk fullkomlega upp og fóru þeir í kjölfarið á því úr sínu leikskipulagi og skutu illa fyrir vikið. Við endum því hérna með mjög öruggan sigur og svöruðum vel fyrir okkur," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. Aðspurður um hvert markmið KR liðsins væri í lok tímabils sagði hann það vera ofureinfalt. ,,Það er mjög einfalt - Íslandsmeistaratitill. Við náum ekki deildarmeistaratitlinum og okkur tókst að klúðra bikarnum og því er þetta afskaplega einfalt. Við erum komnir í playoff-ham og ætlum við okkur að klára þetta," sagði Hreggviður að lokum. Hrafn: Okkur tókst það sem við lögðum upp meðMynd/Stefán„Það er aldrei auðvelt að vinna þetta Tindastóls lið. Þeir eru hörkusterkir og eru með marga góða sóknarmenn. Við kláruðum okkar og það er gaman af því. Við spiluðum virkilega góða vörn, tókst að halda þeim í fjörutíu stigum í hvorum hálfleik. Það er eitthvað sem við leggjum upp sem markmið fyrir hvern leik þannig að það er mjög jákvætt að það hafi tekist. Okkur tókst eins og ég segi að halda þeim niðri og er ég ánægður með þetta," sagði Hrafn „Þetta varð pínu persónulegra fyrir okkur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Ef þú ert látinn illa út þá særir það stoltið og verður örlítið persónulegra fyrir vikið. Við erum bara með hugann við það að enda sem efst í deildinni og mæta svo klárir í úrslitakeppni," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. Bárður: Lykilmenn eru ekki að skila sínuMynd/Stefán„Þetta var virkilega lélegt hjá okkur í dag. Það var ekkert hjá KR-ingum sem kom okkur á óvart í dag. Við vissum alveg um öll þeirra leikkerfi og plön og ekkert sem ætti að koma okkur eitthvað sérstaklega á óvart. Það eru bara alltof mikilvægir menn í liðinu sem eru ekki að skila því sem þeir eiga að vera að skila og þá er ég aðallega að tala um útlendinga hjá okkur. Á meðan þeir skila ekki því sem þeir eiga að vera að skila þá eru þeir ekki að standa sig nógu vel," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls í leikslok. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. 40 mín - Leiknum er lokið með auðveldum átján stiga sigri KR-inga, 84-66. Þetta var í rauninni skelfilega óspennandi leikur og mættu Stólarnir aldrei til leiks. Alltof auðvelt fyrir KR-inga hérna í kvöld.36 mín - Staðan er 79-62. Stólarnir hafa spilað ágætlega síðustu mínútur en það dugar ekki til. KR-ingar eru gjörsamlega í bílstjórasætinu hérna og eru að fara að landa auðveldum sigri.33 mín: Staðan er 73-53. Sama upp á teningnum. KR-ingar eru byrjaðir að rótera liði sínu og eru allir að fá mínútur þessa stundina. Stólarnir virðast hafa lítinn áhuga á því að gera eitthvað í þessum leik30 mín:: - Þriðji leikhluti búinn - Staðan er 69-53. Stólarnir hafa aðeins lifnað við í sóknarleiknum á síðustu mínútum en vörnin er ennþá slök. Það þarf eitthvað kraftaverk að eiga sér stað hérna í fjórða leikhluta ef þetta á ekki að enda sem auðveldur sigur KR-inga. 26 mín::Staðan er 59-39. KR-ingar eru að stinga máttlaust lið Tindastóls af. Stólarnir ráða ekkert við útlendingana í liði KR. Ofan á það virðast þeir hreinlega áhugalausir og hafa spilað virkilega slakan sóknarleik allan leikinn. Stefnir allt í auðveldan sigur KR. 24 mín:: Staðan er 45-32. Þetta er auðvelt fyrir KR eins og er. Það er ekkert ofaní hjá Stólunum og eru þeir ennþá með hræðilega 35% skotnýtingu. KR-ingar virka hálf rólegir yfir þessu öllu saman og virkar þetta frekar þægilegt bara. . 20 mín: - Hálfleikur - Staðan er 39-31. KR-ingar leiða í hálfleik. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleik en KR-ingarnir hafa þó verið með undirtökin. Dejan Sencanski, leikmaður KR varði skot Maurice Miller glæsilega undir lok leiks og nýttu KR-ingar sér það með því að láta boltann í hendurnar á Joshua Brown og hann þakkaði þeim traustið og setti niður þriggja stiga flautukörfu. Liðin hafa hvorug verið að spila eins og þau eiga að sér og margt má því lagfæra hjá báðum liðum fyrir seinni hálfleikinn. 17 mín: Staðan er 35-29. Sóknarleikur liðanna heldur áfram að vera slakur og þá sérstaklega hjá Tindastóli en þeir eru einungis með í kringum 35% skotnýtingu í fyrri hálfleik. KR-ingar virðast vera í bílstjórasætinu í þessum leik eins og staðan er núna.14 mín: Staðan er 28-23. Stólarnir byrjuðu annan leikhlutann betur en KR-ingar svöruðu vel. Sóknarleikur liðanna hefur ekkert verið sérstaklega góður og taka KR-ingar leikhlé í þessum töluðu orðum.10 mín: Fyrsta leikhluta er lokið og er staðan 21-15 fyrir KR.8 mín: Staðan er 16-11. KR-ingar hafa tekið við sér á síðustu mínútum og eru komnir í forystu. Robert Ferguson er að spila virkilega vel í liði KR og er hann kominn með 8 stig í fyrsta leikhluta.6 mín: Staðan er 9-9. Lítið skorað og nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum.3 mín: Staðan er 2-4. Stólarnir virka tilbúnir og eru að berjast fyrir hverju frákasti. Nokkuð um misheppnuð skot í upphafi leiks. Fyrir leik: Kynningar leikmanna búnar og leikurinn í þann mund að hefjast.Fyrir leik: Datt á spjall við manninn sem sér um tónlistina og kynningar hérna í DHL-höllinni og hrósaði ég honum fyrir gott lagaval. Hann bar fyrir sig nafnleynd en segist vera þekktur undir nafninu DJ-Kimpossible. Við þrætum ekkert fyrir það.Fyrir leik: Tæplega korter í leik og eru leikmenn að hita upp í rólegheitunum. Við fáum vonandi spennandi leik hérna í kvöld Fyrir leik: KR-ingar eru væntanlega í hefndarhug hér í kvöld enda töpuðu þeir grátlega fyrir Stólunum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í febrúar mánuði. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Tindastóls lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira