Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

David de Gea markvörður Manchester United var kátur á æfingu liðsins í gær.
David de Gea markvörður Manchester United var kátur á æfingu liðsins í gær. Getty Images / Nordic Photos
Evrópudeildin í knattspyrnu er í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Englandsmeistaralið Manchester United tekur á móti Atletico Bilbao frá Spáni í 16 –liða úrslitum keppninnar sem hefjast í kvöld. Manchester City leikur á útivelli gegn Sporting í Lissabon og hefst sá leikur 17.50 í dag. Belgíska liðið Standard Liege, sem Birkir Bjarnason leikur með, tekur á móti þýska liðinu Hannover og er sá leikur í opinni dagskrá á Stöð 2 sport 3.

Dagskrá kvöldsins á sportstöðvum Stöðvar 2.

17:50 Sporting Lisbon - Man. City Evrópudeildin [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport]

19:50 Man. Utd. - At. Bilbao Evrópudeildin [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport]

20:00 St. Liége - Hannover (í opinni dagskrá) Evrópudeildin [Stöð 2 Sport 3]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×