Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 17:35 Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn. Landsdómur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn.
Landsdómur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira