Vitnaleiðslur í landsdómsmálinu hófust að nýju nú strax klukkan níu. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er mættur í vitnastúku. Hann sat í bankastjórn með Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur býr í Osló en er kominn í Þjóðmenningarhúsið til að bera vitni. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hann myndi gefa dómnum skýrslu í gegnum síma.
Ingimundur mættur í dóminn
JHH skrifar
