Fótbolti

Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur.

„Ég held að við getum ekki kvartað. Þeir fengu ódýrt mark í fyrri hálfleik sem kom þeim í góða stöðu. Ég átti erfitt með að trúa því að við gætum fengið á okkar svona mark. Þetta var mjög lélegt," sagði Sir Alex Ferguson um fyrra mark Athletic Bilbao sem Fernando Llorente skoraði.

„Við stóðum okkur vel í fyrri hálfleiknum en þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti," sagði Ferguson en United hefði getað verið búið að fá sig annað markið löngu áður en Bilbao-liðið komst í 2-0.

„Það er enginn léttir að vera fallin úr leik. Það voru mestu vonbrigðin að falla út úr Meistaradeildinni en núna erum við dottnir út úr Evrópudeildinni líka," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×