Sigurður: Hávaxtastefna Seðlabankans ein meginástæða hrunsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 11:59 Sigurður Einarsson skaut föstum skotum að Seðlabankanum þegar hann bar vitni í dag. mynd/ gva. Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir. Landsdómur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Það eru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing varð eins illa úti í hruninu og raun bar vitni. Þetta sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fyrir Landsdómi í dag. Sigurður nefndi i fyrsta lagi hina alþjóðlegu kreppu sem reið yfir. „Þetta er versta kreppa sem hefur komið í um 100 ár. Ég held að það sé langsótt að telja að fyrrverandi forsætisráðherra eða einhver bankastjóri hafi getað gert eitthvað í því," sagði Sigurður. Sigurður sagði að önnur ástæðan væri „gegndalaus hávaxtastefna Seðlabankans sem hafi neytt almenning og fyrirtæki út í lántökur erlendis," eins og hann orðaði það. Peningamagn í umferð hafi aukist mjög mikið. „Það getur ekki farið öðruvísi en svo að að gengi gjaldmiðilsins hrynur," sagði Sigurður. Sigurður sagði að þetta væru tvær meginástæður þess að svo fór sem fór. Þriðja ástæðan hafi verið neyðarlögin þar sem kröfuhöfum var mismunað og lögum verið breytt. Í fjórða lagi hafi það verið yfirtaka breskra yfirvalda á Singer & Friedlander. Með þeirri yfirtöku hafi Kaupþing orðið tæknilega gjaldþrota. Skýrslutakan yfir Sigurði hófst um hálftólf. Það fækkaði dálítið í salnum eftir að Ingibjörg, sem var fyrst til að gefa skýrslu í dag, yfirgaf salinn. Langflestir stjórnmálamennirnir sem voru hér í Þjóðmenningarhúsinu eru farnir. Í staðinn komu fulltrúar frá sérstökum saksóknara sem eru að rannsaka efnahagsbrot sem Sigurður Einarsson og aðrir stjórnendur Kaupþings eru grunaðir um að vera viðriðnir.
Landsdómur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira