Halldór teiknar Landsdóm 10. mars 2012 21:00 Bók í smíðum? Það er engu líkara en að Geir sé að vinna að bók um málaferlin, sem eigi að koma út á næstu vikum. Svo mikið og hratt handskrifar hjá sér á meðan á öllu stendur. Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga. Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka. Engu að síður er jafnan þéttsetið í salnum. Fjölmiðlar senda heilu teymin svo að ekkert fari nú forgörðum þegar menn tapa óhjákvæmilega athyglinni í örskotsstund. Næst Geir situr hans nánasta fjölskylda og missir ekki af neinu. Víðar um salinn má sjá fólk sem augljóslega er komið til að styðja sakborninginn; fyrrverandi aðstoðarmenn hans hlusta, taka glósur og prjóna, gamlir framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins koma og fara og annar þeirra hristir hausinn þegar talið berst að Landsbankanum. Hann sat einmitt í bankaráðinu. Fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er meðal þaulsætnustu gesta og spjallar við Geir í flestum kaffipásum. En þarna eru líka fleiri - laganemar í hrönnum, listamenn og hin og þessi þekkt andlit úr stéttum fræðimanna, útvarpsmanna og vörubílstjóra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum frá hruni. Og þótt réttarhöldin séu ekki færð þjóðinni heim í stofu milliliðalaust blasir við að þeir sem setjast í vitnastólinn í miðjum salnum eru fullmeðvitaðir um að á þeim hvíla ótal augu og eyru og að orð þeirra - ef þeim tekst sérstaklega vel upp (nú, eða illa) - kunna að verða lengi á allra vörum. Að því leyti er þinghaldið býsna ólíkt því sem tíðkast í þröngum sölum héraðsdóms þar sem iðulega er verið að takast á um afmarkaðri mál en hrun heils efnahagskerfis. Í stað þess að ógæfuleg vitni tuldri hortugheit í barminn og fyrtist við spurningum setja bísperrt fínimennin í vitnastúku Landsdóms gjarnan á langar og hástemmdar einræður, sem snúast fyrst og fremst um að þau hafi haft rétt fyrir sér en aðrir sjaldnast. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að koma á framfæri við fólkið í landinu. Og var það ekki einmitt það sem við vildum? Kannski. Halldór Baldursson túlkar Landsdóm með sínu einstaka auga.
Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira