Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 27. mars 2012 13:24 Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira