Fótbolti

UEFA greiðir um 17 milljarða kr. til félagsliða vegna EM 2012

Michel Platini, forseti UEFA,
Michel Platini, forseti UEFA, Getty Images / Nordic Photos
Stærstu knattspyrnuliðin í Evrópu fá háa greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu á þessu ári vegna Evrópumóts karlalandsliða sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar. Alls skipta stærstu liðin um 17 milljörðum kr. á milli sín eða sem nemur um 83 milljónum punda.

Michel Platini, forseti UEFA, tilkynnti þetta á fundi sem haldinn er í Istanbúl í Tyrklandi. Evrópumeistaramótið stendur yfir í 23 daga alls og er um tímamótasamning að ræða á milli samtaka félagsliða og UEFA. Upphæðin sem knattspyrnuliðin fá hefur hækkað um helming frá því að samið var fyrir Evrópumótið árið 2008.

Karl-Heinz Rummenigge frá Þýskalandi skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtaka félagsliða í Evrópu.

Samningurinn mun án efa vekja Alþjóðaknattspyrnusambandið upp af værum blundi. Slíkur samningur er í gildi vegna þátttöku leikmanna á heimsmeistaramótum FIFA. Árið 2010 fengu félagsliðin um 5 milljarða kr. til skiptana fyrir HM í Suður-Afríku. Samingurinn fyrir HM í Brasilíu árið 2014 hljóðar upp á rétt tæplega 9 milljarða kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×