Sakfelling kom ekki á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 10:58 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi. mynd/ gva. Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira