Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun 23. apríl 2012 19:42 „Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur. Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur.
Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira