Krefjast þess að Sigurður greiði 550 milljónir 7. maí 2012 12:00 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, stendur nú í ströngu vegna kröfu þrotabús Kaupþings um að hann greiði 550 miljóna króna skuld til baka. Þrotabú Kaupþings krefst þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, greiði til baka 550 milljónir króna vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Lögmaður þrotabúsins sagði fyrir dómi í morgun að Sigurður ætti ekki að geta sloppið undan þessum greiðslum. Aðalmeðferð í máli þrotabús Kaupþings gegn Sigurði Einarssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðni Ásþór Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem flutti málið fyrir hönd þrotabús Kaupþings, krafðist þess að Sigurður myndi greiða 550 milljónir til þrotabúsins vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Í máli Guðna koma fram, að Sigurður hefði aðeins verið í ábyrgðum fyrir um 10 prósent af heildarlánum til hans en þau námu um 5,5 milljörðum króna við fall Kaupþings. Guðni sagði að Sigurður hefði endurnýjað lánasaminga fimm sinnum á árunum 2005 til 2008, þar sem fram hefði komið að hann væri aðeins í ábyrgðum fyrir 10 prósent af heildarlánum til hans, en aðrir starfsmenn bankans gerðu ekki sambærilega samninga á sama tímabili. Guðni sagði að engar upplýsingar lægju fyrir í málinu um hver fjárhagsstaða Sigurðar væri og hvort hann væri yfir höfuð borgunarmaður fyrir þessum skuldum, en vitnaði hann til þess að hann hefði, ásamt fleiri stjórnendum bankans, fengið háar arðgreiðslur vegna hlutabréfaeignar í bankanum. Í heild námu arðgreiðslur til Sigurðar ríflega 430 milljónum króna á fyrrnefndu tímabili. Guðni sagði að Sigurður héldi því fram, að honum hefði verið lofað að hann þyrfti ekki að vera í ábyrgðum fyrir lánum til hans. Í því samhengi var ákvörðun um að fella niður persónulegar ábyrgðir á um 50 milljarða króna lánum til æðstu stjórnenda bankans, frá 25. september 2008, um þremur vikum fyrir fall bankans, meðal annars til umræðu. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, og lögmaður Sigurðar, mótmælti kröfu þrotabússins og vísaði fyrst og fremst til greinargerðar Sigurðar í málinu, en Sigurður var ekki viðstaddur aðalmeðferðina. Gestur sagði enn fremur að það væri óheppilegt, að flytja málið þegar ekki væri komin niðurstaða frá Hæstarétti í máli þar sem tekið væri á álitamálum sem væru sambærileg þeim sem koma fram í máli Sigurðar. Sagði hann þetta ekki síst sérkennilegt, í ljósi þess að dómarinn í málinu væri búinn að lýsa því yfir að hann myndi ekki fella dóm í málinu fyrr en dómur Hæstaréttar væri genginn. Málið hefur nú verið dómtekið. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þrotabú Kaupþings krefst þess að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, greiði til baka 550 milljónir króna vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Lögmaður þrotabúsins sagði fyrir dómi í morgun að Sigurður ætti ekki að geta sloppið undan þessum greiðslum. Aðalmeðferð í máli þrotabús Kaupþings gegn Sigurði Einarssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðni Ásþór Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem flutti málið fyrir hönd þrotabús Kaupþings, krafðist þess að Sigurður myndi greiða 550 milljónir til þrotabúsins vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans. Í máli Guðna koma fram, að Sigurður hefði aðeins verið í ábyrgðum fyrir um 10 prósent af heildarlánum til hans en þau námu um 5,5 milljörðum króna við fall Kaupþings. Guðni sagði að Sigurður hefði endurnýjað lánasaminga fimm sinnum á árunum 2005 til 2008, þar sem fram hefði komið að hann væri aðeins í ábyrgðum fyrir 10 prósent af heildarlánum til hans, en aðrir starfsmenn bankans gerðu ekki sambærilega samninga á sama tímabili. Guðni sagði að engar upplýsingar lægju fyrir í málinu um hver fjárhagsstaða Sigurðar væri og hvort hann væri yfir höfuð borgunarmaður fyrir þessum skuldum, en vitnaði hann til þess að hann hefði, ásamt fleiri stjórnendum bankans, fengið háar arðgreiðslur vegna hlutabréfaeignar í bankanum. Í heild námu arðgreiðslur til Sigurðar ríflega 430 milljónum króna á fyrrnefndu tímabili. Guðni sagði að Sigurður héldi því fram, að honum hefði verið lofað að hann þyrfti ekki að vera í ábyrgðum fyrir lánum til hans. Í því samhengi var ákvörðun um að fella niður persónulegar ábyrgðir á um 50 milljarða króna lánum til æðstu stjórnenda bankans, frá 25. september 2008, um þremur vikum fyrir fall bankans, meðal annars til umræðu. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, og lögmaður Sigurðar, mótmælti kröfu þrotabússins og vísaði fyrst og fremst til greinargerðar Sigurðar í málinu, en Sigurður var ekki viðstaddur aðalmeðferðina. Gestur sagði enn fremur að það væri óheppilegt, að flytja málið þegar ekki væri komin niðurstaða frá Hæstarétti í máli þar sem tekið væri á álitamálum sem væru sambærileg þeim sem koma fram í máli Sigurðar. Sagði hann þetta ekki síst sérkennilegt, í ljósi þess að dómarinn í málinu væri búinn að lýsa því yfir að hann myndi ekki fella dóm í málinu fyrr en dómur Hæstaréttar væri genginn. Málið hefur nú verið dómtekið.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira