Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið! Marta B. Helgadóttir skrifar 15. maí 2012 17:30 Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar