Hlutabréf í Högum lækkuðu vegna frétta af Jóhannesi 10. maí 2012 14:16 Ingólfur Bender telur að lækkunina megi skýra með fréttum af Jóhannesi og svo vonbrigðum fjárfesta með ársuppgjör Haga. Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. Ingólfur Bender, forstjóri greiningadeildar Íslandsbanka, segir að lækkunin sé líklega tilkomin af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna tíðinda af áformum Jóhannesar, og svo að einhverjir fjárfestar hafa ekki verið ánægðir með ársuppgjör Haga, sem var birt í dag. „Fyrir birtingu kom lækkun," segir Ingólfur og á þá við birtingu uppgjörsins. Hann telur það skýrt merki um að lækkun á hlutabréfum á Högum, hafi verið til komin vegna frétta Viðskiptablaðsins um að Jóhannes boði endurkomu á lágvöruverslunarmarkaði. Ingólfur segir að hlutabréf Haga hafi svo lækkað ennfrekar eftir að ársreikningurinn var birtur í morgun. Þar kom fram að hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. „Það bendir til þess að fjárfestar hafi haft meiri væntingar til uppgjörsins," segir Ingólfur sem bætir við að spá Íslandsbanka hafi þó rímað við niðurstöður ársuppgjörsins. Finnur Árnason sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði engar sérstakar áhyggjur af innreið Jóhannesar og Malcoms inn á íslenskan lágvörumarkað. „Við erum með besta liðið," bætti hann svo við. Jóhannes sagði í samtali við Vísi að hann stefndi á að opna fyrstu verslunina síðla sumars. Tengdar fréttir Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03 Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48 Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54 Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. Ingólfur Bender, forstjóri greiningadeildar Íslandsbanka, segir að lækkunin sé líklega tilkomin af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna tíðinda af áformum Jóhannesar, og svo að einhverjir fjárfestar hafa ekki verið ánægðir með ársuppgjör Haga, sem var birt í dag. „Fyrir birtingu kom lækkun," segir Ingólfur og á þá við birtingu uppgjörsins. Hann telur það skýrt merki um að lækkun á hlutabréfum á Högum, hafi verið til komin vegna frétta Viðskiptablaðsins um að Jóhannes boði endurkomu á lágvöruverslunarmarkaði. Ingólfur segir að hlutabréf Haga hafi svo lækkað ennfrekar eftir að ársreikningurinn var birtur í morgun. Þar kom fram að hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. „Það bendir til þess að fjárfestar hafi haft meiri væntingar til uppgjörsins," segir Ingólfur sem bætir við að spá Íslandsbanka hafi þó rímað við niðurstöður ársuppgjörsins. Finnur Árnason sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði engar sérstakar áhyggjur af innreið Jóhannesar og Malcoms inn á íslenskan lágvörumarkað. „Við erum með besta liðið," bætti hann svo við. Jóhannes sagði í samtali við Vísi að hann stefndi á að opna fyrstu verslunina síðla sumars.
Tengdar fréttir Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03 Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48 Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54 Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03
Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48
Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54
Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00